11.8.2010 | 10:35
Búvörulög
Það er ótrúlegt hvað umræðan er á villigötum. í búvörulögum sem og samnigi um framkvæmd mjólkursframleiðslu er ákvæði um að bændur framleiði sem næst innanlandsneyslu. Þar af leiðandi er ákveðið hámark sem má framleiða á þann markað, sem er stýrt með svokölluðum framleiðslurétti, sem hver og einn bóndi hefur aflað sér eða keypt af öðrum, sem þá hafa afsalað sér þeim rétti. Tveir af þeim þrem sem ætla að stofna Vesturmjólk hafa einmitt selt öðrum þennan rétt, sem þeir gerðu þegar þeir fóru að legja inn hjá Mjólku. Þau viðskipti stóðu ekki lengi vegna óhagkvæmni í mjólkurflutningum, sem var orðin 3 til 4 sinnum dýrari en hjá MS, og Mjólka sagði þeim samningum upp og bændurnir sátu uppi með sárt ennið og kvótalausir, því Mjólka fór að kaupa svo kallaða hrámjólk hjá MS sem 7 manna nefnd verðleggur og MS er skylt að selja hverjum sem vill framleiða mjólkurvörum, er eins þannig í dag. mjólka fór á hausinn í júní 2009 og skipti um kennitölu og pantaði mjólk á nýju kennitöluna og MS varð að afgreiða hana þrátt fyrir 50-60 millj skuld gömlu kennitölunnar sem varða svo að afskrifa. Í november sama ár er Mjólka aftur að fara í þrot þegar KS er nánast fengið til að yfirtaka hana. Í búvörulögum er ákvæði um að öll mjólk umfram kvóta skuli fara á erlendan markað á ábyrgð bænda og afurðastöðva, en það eru engin úrræði til að fylgja þessu eftir. Það eru eingöngu sektar ákvæði í þessu frumvarpi til að fylgja eftir gildandi lögum. Það er bannað eð keyra hraðar en 90. Ef það væru engin sektarákvæði við að keyra hraðar mundu allir keyra hraðar. Svo væri gott að fólk mundi kynna sér þróun á mjólkurverði til bænda og til neyrenda miðað við aðrar vörur og vísitölur síðastliðin 15 ár frá því að farið var að hagræða í iðnaðinum með sameiningu afurðastöðva og leggja niður vinslubú og sérhæfa úrvinsluna. Íslenski markaðurinn er svo lítill og gæða og heilbrigðiskröfum svo strangar að hann þolir ekki smærri einingar.
Kveðja Haraldur Magnússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 08:34
Illa farið með fjármuni
Raðhús, námur eða félagsheimili upp í skólabyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2009 | 17:47
Til hamingju Íslendingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)